Innskot frá Birki Marteinssyni
(Kite Tilkynningarskyldan 7. janúar 2006)

Sælir drengir og gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Það lítur út fyrir að snjórinn sé loksins að koma nuna svo vertíðin fer að hefjast að fullu.
Síðasta ferðin hjá mér 2005 var með aðeins of háan “action” stuðul ;-) og endaði ekki alveg nógu vel en hefði samt geta orðið verra. Við vorum búnir að eiga fína rispu suður af Blafjöllum ég og Geir og loksins komin smá framför i að stökkva a Sabre.
Við fórum síðan til baka niður í Suðurgil og vorum að leika þar. Ég var á leiðinni upp Suðurgilið meðfram lyftunni með fínan norðan vind og Sabre 9. Renndi mér í hengjuna í miðri brekku og ætlaði að fara upp. Gekk hinsvegar ekki þar sem snjórinn var of mjúkur. Ég tók því í safety og bakkaði aðeins niður þangað til ég var kominn á hringinn fyrir neðan hengjuna. Þar fór ég aftur á stað upp og ætlaði síðan aðeins undan vind og uppá toppinn. Um leið og ég ætlaði undanvindi, losnaði aðal festingin á harnessinu og hafði húkkast úr hliðarfestingunni. Harness járnið stóð þá beint út og þó svo eingöngu lykkjan væri í harness losnaði drekinn ekki burt. Drekinn var a fullu poweri og ég hékk fyrst með aðra hendi á bar en gat ekkert gert. Ég náði ekki í efra safety þar sem bar var nú alveg úti. Drekinn fór á mikla ferð niður brekkuna og ég náði ekkert að gera nema undirbúa mig undir að lenda í grjótinu. Ég fór á 3-4 sek inn í hrúguna og veltist svo þar.
Restin er efni í aðra sögu.
Það sem klikkaði er auðvitað hliðarfesting sem líklega hefur átt að vera strekktari. Þá mun ég hér eftir vefja bandinu sem heldur króknum niðri utan um járnið og strekkja svo niður. Það togaði bara niður hjá mér og hefur smokrast af um leið og járnið losnaði. Ég hefði átt að hafa betri öryggis buffer miðað við það hvernig svæðið var sem við vorum að renna okkur á. En snjóbreiðan hefur verið ca. 100 m breið og grjót eftir það. Þá er ég búinn að velta heil mikið fyrir mér hvers vegna mér datt ekki í hug toga í neðra safety á drekanum. Það hefði kannski verið erfitt þar sem ég var í mjög þykkum vettlingum en ég man ekki eftir að hafa reynt. Skýringin er kannski sú að ég var ekki búinn að prófa hvernig það virkaði og því ekkert sem mér datt í hug ad gæti hjálpað á þessum fáu sek. Ég mun því byrja á því næst að prófa safety á öllum drekunum mínum áður en lengra verður haldið. Þannig að sú aðgerð verði örugglega sú fyrsta sem manni dettur í hug. Betra er save en sorry!

Sé ykkur eftir 8-10 vikur og góða skemmtun Kv Birkir

Ps : Takk fyrir alla hjálpina Geir. //fyrir áhugasama þá var það tvíbrotinn upphandleggur á hægri hendi...svo líklega eru einhver typo í þessum commentum;-)